Orðaskil

Málþroskaprófið byggir á orðaforðagátlista fyrir börn á aldrinum eins og hálfs til þriggja ára. Prófinu er ætlað að mæla orðaforða barnanna svo og hvort þau hafa náð valdi á beygingarkerfi og setningagerð málsins. Aldursviðmið fylgja prófinu, en með samanburði við þau er skorið úr um hvort málþroski barna mælist innan eðlilegra marka miðað við jafnaldra.

 
Hægt er að kaupa Orðaskil hjá Talþjálfun Reykjavíkur, bæði handbók og eyðublöð, en það eru mismunandi eyðublöð fyrir leikskóla og talmeinafræðinga.
 
Höfundur prófsins er Elín Þöll Þórðardóttir