Það geta allir skráð sig hjá Talþjálfun Reykjavíkur en fyrst af öllu þarf að fylla út skráningarblað sem er hér fyrir neðan (download file)og er þrjár síður og vista í word, setja inn allar upplýsingar eftir bestu getu og senda okkur til baka á tal@simnet.is.

Þar sem biðtími eftir talþjálfun fyrir leikskólabörn og grunnskólabörn er mislangur þá óskum við eftir því að beiðni um talþjálfun fylgi skráningum leikskólabarna en við höfum samband við foreldra grunnskólabarna þegar að við þurfum að fá beiðni fyrir þau.

Grunnskólabörn; Við höfum samband við foreldra til að fá beiðni fyrir þau.

Leikskólabörn; Gott er að beiðni um talþjálfun fylgi í kjölfar skráningar til þess að bókun á tíma gangi betur fyrir sig.

  • Beiðni um talþjálfun er hægt að fá hjá lækni/heilsugæslu og annað hvort senda hana rafrænt eða að koma henni til okkar. Frumrit þarf alltaf að sýna í fyrsta bókaða tíma hjá talmeinafræðingi.
  • Láta okkur vita þegar að þið eruð búin að fá beiðnina, þannig að bókun á tíma gangi hraðar fyrir sig þegar haft verður samband símleiðis.

 Að þessu loknu telst skráning fullgild og viðkomandi hefur verið skráður á biðlista hjá Talþjálfun Reykjavíkur en við höfum samband þegar viðkomandi fær tíma í talþjálfun.

 

Skráningarblað TR