Málþroski og læsi í grunnskólum; verkfærakista hugmynda

Fimmtudaginn 15. nóvember næstkomandi verða Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingar og sérkennarar með ráðstefnu á Radisson BLU hótel Sögu. Þar sem fjallað verður um málþroska og læsi í grunnskólum en allar nánari upplýsingar má sjá á dagskránni hér að neðan.

Skráning er á tal@simnet.is

Sumarfrí

Starfsfólk okkar hjá Talþjálfun Reykjavíkur er komið í sumarfrí og við mætum aftur til starfa mánudaginn 13. ágúst næstkomandi.

Hafið það sem allra best

Gleðilega páska

Kæru vinir nær og fjær

Við óskum ykkur gleðilegra páska og vonum að þið njótið daganna sem framundan eru við leik og störf.

Munið að njóta en ekki þjóta þar sem lífið er núna Smile

Alþjóðlegi Downsdagurinn

Í dag 21. mars 2018 fögnum við Alþjóðlega Downsdeginum og klæðumst mislitum sokkum :)

Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leiti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 - 21.03.

Evrópudagur talþjálfunar - óhefðbundin tjáskipti

Evrópudagur talþjálfunar er í dag 6. mars 2018 og er helgaður óhefðbundnum tjáskiptum. En hverjir þurfa á talmeinafræðingi að halda ?

Gleðileg jól

Kæru vinir nær og fjær


Okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári sem við vonum að umvefji ykkur með kærleik, gleði, brosum og minningum.

Einnig viljum við þakka fyrir liðnar stundir sem og samstarfið á árinu sem er að líða

Símsvörun hefst aftur 2. janúar 2018 en hægt er að senda tölvupóst á tal@simnet.is

Jólakveðja

 

Sumarfrí

Starfsfólk okkar hjá Talþjálfun Reykjavíkur er komið í sumarfrí og við mætum aftur til starfa mánudaginn 14. ágúst næstkomandi.

Hafið það sem allra best

Afmælisráðstefna Ásthildar Bj. Snorradóttur

Vegna stórafmælis Ásthildar Bj. Snorradóttur, talmeinafræðings, verður haldin afmælisráðstefna á vegum Talþjálfunar Reykjavíkur í Gerðubergi, fimmtudaginn 14. september 2017.

 Snemmtæk íhlutun í hnotskurn
 Hámarks árangur
 Undirbúningur fyrir mál- og lestur í leik- og grunnskólum

Allar upplýsingar eru á myndinni hér til hliðar

Gleðilega páska kæru vinir nær og fjær

Blár apríl

Apríl er tileinkaður einhverfu en í dag 4. apríl klæðumst við bláu til að vekja athygli á einhverfu og í tilefni dagsins var tekin mynd af okkur þar sem við klæðumst bláu Heart

En blái dagurinn er nú haldinn hátíðlegur á Íslandi í fjórða sinn en honum er ætlað að vekja athygli á einhverfu og málefnum einhverfra barna. Blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan og því eru allir hvattir til að halda upp á daginn með okkur með því að klæðast bláu 4. apríl nk.

Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum. Markmið bláa dagsins er að fá landsmenn til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra, virða framlag þeirra til samfélagsins og meta fjöbreytileikann að verðleikum.

 

 

BLÁR APRÍL - Styrktarfélag barna með einhverfu

Dagur talmeinafræðinga

Til hamingju með daginn talmeinafræðingar og til hamingju þið sem hafið nýtt ykkur þjónustu okkarSmile

En í dag, 6. mars 2017, er dagur talmeinafræðinnar í Evrópu og hefur Félag talmeinafræðinga á Íslandi  af því tilefni látið útbúa plakat þar sem má sjá brotabrot af því sem talmeinafræðingar koma að í starfi sínu með skjólstæðingum sínum. 

Innsýn í  starf talmeinafræðinga Cool

 

Gleðilegt nýtt ár

Við hlökkum til að hitta ykkar aftur og tökum brosandi á móti ykkur, hvort heldur sem er gamlir eða nýjir vinir Smile

Jólakveðja frá Talþjálfun Reykjavíkur

Kæru vinir nær og fjær

Okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári sem við vonum að umvefji ykkur með kærleik, gleði, brosum og minningum. Einnig viljum við þakka fyrir liðnar stundir sem og samstarfið á árinu sem er að líða Heart